Lífið

Ætla að leika á 3,8 metra risagítar

Athafnamaðurinn Jón Ólafsson mun í tilefni Ljósanætur færa Poppminjasafni Íslands stærðarinnar risagítar að gjöf. Afhendingin fer fram í Gryfjunni í Duushúsum kl. 18:45 í dag. Smíði gítarsins tók einn og hálfan mánuð, gítarsmiðirnir ætla að taka lagið á gítarinn í tilefni dagsins.

Það voru þeir félagar Jón Adolf Steinólfsson, Gunnar Örn Sigurðsson, Sigurþór Stefánsson, Stefán Ívar Ívarsson, Þórarinn Sigvaldason og Örvar Franz Ægisson sem smíðuðu gítarinn. Þeir eru allir útskurðarmenn og hittast einu sinni í viku til að skera út. Þeir kalla sig Einstaka og hafa unnið saman í sex ár.

Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar og Poppminjasafnsins mun taka við honum og mun gítarinn standa á sýningu þess Stuð og friður sem nú stendur yfir í Gryfjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.