Erlent

Loka skólum út af eldflaugaárásum

Jafnt börn sem fullorðnir taka þátt hungurverkfalli  í Sderot.
Jafnt börn sem fullorðnir taka þátt hungurverkfalli í Sderot. MYND/AP

Bæjaryfirvöld í ísraelska bænum Sderot hafa lokað barnaskóla í bænum til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast harðar við sprengjuskothríð palestínskra vígamanna á bæinn.Bæjarbúar í Sderot gripu til þessara ráða eftir að rúmlega 30 heimagerðum eldflaugum var skotið að bænum í gær.

Ein eldflauganna lenti á skóla og liggur einn maður þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir árásina. Eldflaugarnar heimagerðu granda sjaldan mannslífum en margir hafa særst og er það nóg til þess að íbúar í Sderot segjast smeykir við að yfirgefa heimili sín. Hamas-samtökin hafa lýst ábyrgð á hendur sér á megni eldflauganna og segja það hefnd fyrir átta Palestínumenn sem létu lífið þegar sprengju var varpað á strönd á Gaza-svæðinu á föstudag.

Áhrif langvarandi ógnar af nábýlinu við viðmiðunarlínu milli Palestínu og Ísraels birtist meðal annars í teikningum skólabarnanna í Sderot; eldflaugar og skotárásir eru hluti af daglegu lífi.

Tugir íbúa í Sderot hafa verið í hungurverkfalli frá því í gær utan við hús varnarmálaráðherra Ísraels, en þetta er heimabær hans. Þeir segja mál að linni og tími til kominn að stjórnin grípi til aðgerða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×