Boðið í breska flugvelli 6. júní 2006 15:34 Frá Heathrowvelli. Mynd/AFP Stjórn breska fyrirtækisins BAA Group, sem rekur sjö flugvelli í Bretlandi, m.a. Heathrow og Gatwick auk þess sem fyrirtækið hefur starfsemi á nokkrum flugvöllum í öðrum löndum í Evrópu, hefur lýst yfir samþykki við yfirtökutilboð spænska fyrirtækisins Grupo Ferrovial í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 950,25 pens á hlut eða 10,3 milljarða punda, jafnvirði 1.408 milljarða íslenskra króna. Fleiri hafa sýnt flugvallarekstrinum áhuga en bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafði áður boðið 955,25 pens á hlut í reksturinn fyrir hönd fleiri fjárfesta. Hvöttu forsvarsmenn Goldman Sachs hluthafa í BAA Group til að íhuga tilboðið og sögðu að von væri á tilkynningu frá bankanum innan skamms. Yfirtökunefnd Bretlands hefur lengt tilboðsfrest í BAA Group til 16. júní næstkomandi. Yfirtökutilboð Ferrovial í fyrirtækið er 17 prósentum hærra en fyrra tilboð, sem hljóðaði upp á 810 pens á hlut. Þá er tilboðið heilum 49 prósentum hærra en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu var áður en Ferrovial greindi frá því að fyrirtækið væri að íhuga að gera tilboð í reksturinn. Tveimur mánuðum síðar gerði Ferrovial óvinveitt yfirtökutilboð í BAA. Gengi hlutabréfa í BAA hækkaði um 2,26 prósent eftir að greint var frá tilboðinu í dag. Gengi hlutabréfa í Ferrovial lækkaði hins vegar um 2,7 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórn breska fyrirtækisins BAA Group, sem rekur sjö flugvelli í Bretlandi, m.a. Heathrow og Gatwick auk þess sem fyrirtækið hefur starfsemi á nokkrum flugvöllum í öðrum löndum í Evrópu, hefur lýst yfir samþykki við yfirtökutilboð spænska fyrirtækisins Grupo Ferrovial í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 950,25 pens á hlut eða 10,3 milljarða punda, jafnvirði 1.408 milljarða íslenskra króna. Fleiri hafa sýnt flugvallarekstrinum áhuga en bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafði áður boðið 955,25 pens á hlut í reksturinn fyrir hönd fleiri fjárfesta. Hvöttu forsvarsmenn Goldman Sachs hluthafa í BAA Group til að íhuga tilboðið og sögðu að von væri á tilkynningu frá bankanum innan skamms. Yfirtökunefnd Bretlands hefur lengt tilboðsfrest í BAA Group til 16. júní næstkomandi. Yfirtökutilboð Ferrovial í fyrirtækið er 17 prósentum hærra en fyrra tilboð, sem hljóðaði upp á 810 pens á hlut. Þá er tilboðið heilum 49 prósentum hærra en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu var áður en Ferrovial greindi frá því að fyrirtækið væri að íhuga að gera tilboð í reksturinn. Tveimur mánuðum síðar gerði Ferrovial óvinveitt yfirtökutilboð í BAA. Gengi hlutabréfa í BAA hækkaði um 2,26 prósent eftir að greint var frá tilboðinu í dag. Gengi hlutabréfa í Ferrovial lækkaði hins vegar um 2,7 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira