Innlent

Reyndu að stinga lögreglu af

Tveir karlmenn á ósksráðum fjórhjólum reyndu í gærkvöldi að stinga lögregluna af þegar hún sá til þeirra suður í Sandgerði. Annar hvarf á fullri ferð út í náttmyrkrið en hinn náði ekki fullu valdi á hjólinu eftir að hafa farið í loftköstum yfir hraðahindrun, og náði lögreglan að króa hann af. Grunur leikur á hver hinn er, og verður rætt við hann í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×