Viðskipti erlent

Hráolíuverð hækkaði í Bandaríkjunum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhend verður í næsta mánuði,

hækkaði bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi í dag. Verð á hráolíu hækkaði um 50 sent í New York í Bandaríkjunum og fór í 61,91 dollar á tunnu en bráðabirgðatölur benda til að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi minnkað. Þá hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu í kauphöllinni í Lundúnum um 68 sent og stendur nú í 62,44 dollurum á tunnu.



Ástæðan fyrir hækkunum er m.a. tíðar árásir uppreisnarmanna á

olíuvinnslustöðvar í Nígeríu. Árásirnar hafa orðið til þess að olíuframleiðsla í

Nígeríu hefur dregist saman um 455.000 tunnur af hráolíu á dag en það nemur um

fimmtungi af olíuframleiðslu landsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×