Erlent

Forseti Venesúela segir Bush vitleysing

Hugo Chavez, forseti Venesúela.
Hugo Chavez, forseti Venesúela. Mynd/AP

Bush Bandaríkjaforseti er vitfirringur og Blair, forsætisráðherra Bretlands, er undirmaður hans. Þetta sagði Hugo Chavez, forseti Venesúela, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína á fjölmennum fundi í gær. Stjórnvöld í Venesúela og Bandaríkjunum hafa tekist á síðustu misseri og hefur sendifulltrúum beggja landa verið vísað heim. Á fundinum fullyrti Chavez að Bandaríkjamenn og Breta ætluðu sér að ráðast á Íran en forsetinn lagði ekkert fram máli sínu til stuðnings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×