Erlent

Smíða stærsta og dýrasta farþegaskip heims

Tölvuteikning af því hvernig skipið mun líta út.
Tölvuteikning af því hvernig skipið mun líta út. MYND7AP

Hafinn er undirbúningur á smíði stærsta og dýrasta farþegaskips heims. Það er Royal Caribbean sem ræðst í þessa miklu fjárfestingu en áætlaður kostnaður við smíði skipsins er um sjötíu milljarðar íslenskra kóna. Skipið verður 360 metra langt og mun geta tekið 5.400 farþega, og jafnvel fleiri með minniháttar breytingum. Smíði skipsins á að vera lokið árið 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×