Erlent

Meintir aðilar að þjóðarmorðunum ekki fyrir rétt

Andre Ntagerura, fyrrverandi samgönguráðherra Rúanda (til vinstri), ásamt lögmanni sínum.
Andre Ntagerura, fyrrverandi samgönguráðherra Rúanda (til vinstri), ásamt lögmanni sínum.

Dómur á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað beiðni saksóknara um endurupptöku á máli tveggja fyrrverandi háttsettra embættismanna sem sakaðir voru um að hafa átt aðild að þjóðarmorðunum í Rúanda árið 1994. Mennirnir voru sýknaðir af ákærunum fyrir tveimur árum en annar þeirra var ráðherra í ríkisstjórn Rúanda þegar atburðirnir áttu sér stað. Dómurinn hafnaði beiðninni á þeirri forsendu að ákæruvaldið hafi ekki lagt fram nægilega sterkan rökstuðning fyrir því að taka skyldi málið upp að nýju. Um átta hundruð þúsund manns voru drepin í þjóðarmorðunum fyrir tólf árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×