Erlent

Heimsmet í fjölda lestafarþega

Tugþúsundir farþega hafa mátt sér lynda langa bið eftir lestarfari.
Tugþúsundir farþega hafa mátt sér lynda langa bið eftir lestarfari. MYND/AP

Talið er að 37 milljónir manna hafi ferðast með kínverskum lestum síðasta sólarhringinn. Þetta er met því aldrei áður hafa jafnmargir ferðast með lestum sama daginn þrátt fyrir að aflýsa hafi þurft mörgum ferðum vegna snjókomu.

Helgin sem nú er að líða er mikil ferðahelgi í Kína og er ferðagleði íbúa Peking svo mikil að uppselt er í hverja einustu lestarferð frá borginni í dag, á morgun og þriðjudag. Víða hafa borgarstjórnir og samgönguyfirvöld gripið á það ráð að fjölga rútuferðum og finna aðrar leiðir til að koma fólki á milli staða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×