Erlent

Andarnefjan dauð

Andarnefjan ógæfusama sem villtist upp ána Thames fyrir helgi er dauð þrátt fyrir umfangsmiklar björgunaraðgerðir í gær. Björgunarmenn hífðu hvalinn um borð í pramma í því skyni að sigla með hann út á haf og sleppa honum þar. En þegar hvalurinn var kominn upp á prammann fóru um hann krampakippir og því næst gaf hann upp öndina.

Þúsundir manna fylgdust með aðförunum. Dýraverndarfélög í Bretlandi telja að 23 milljónir manna í Bretlandi og um allan heim hafi fylgst með dauðastríði skepnunnar í beinni útsendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×