Gott orðspor í viðskiptum borgar sig 27. september 2006 00:01 Stjórnarformaður Íslands 2006 tekur við verðlaunum Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, tekur við verðlaununum úr hendi Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Nordica hóteli fyrir helgi. Markaðurinn/Anton Brink Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, var valinn stjórnarformaður Íslands á fimmtudag. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi tilnefning fer fram en hún er að frumkvæði fyrirtækisins BoardNews sem hér hélt ráðstefnu um orðspor í viðskiptum. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti verðlaunin. Tilgangurinn með verðlaununum er sagður vera að skapa umræðu og vekja athygli á mikilvægi og gæðum stjórnarstarfa, um leið og stuðlað sé að bættu viðskiptasiðferði. Leit að Stjórnarformanni Íslands hófst árið 2005 og var hann að lokum valinn í samráði við fulltrúa háskóla og atvinnnulífsins. Gunnar Eckbo, ritstjóri Board News í Noregi, er sagður aðalhvatamaður að veitingu verðlaunanna hér, en hann hefur haft veg og vanda af vali á stjórnarformanni ársins í Noregi. Stjórnarformaður ársins var valinn samkvæmt könnun sem var gerð meðal framkvæmdastjóra og stjórnarmanna á Íslandi. Hlaut Gunnlaugur Sævar flest stig í könnuninni en hann hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Tryggingamiðstöðinni (TM) í fjögur ár. Á þeim tíma hefur hagnaður félagsins aukist jafnt og þétt og starfsemi erlendis hefur verið aukin. "Ég er mjög þakklátur fyrir þessi verðlaun, þótt ég verði líka að viðurkenna að þegar haft var samband við mig út af þessu kom það mér gjörsamlega í opna skjöldu," sagði Gunnlaugur þegar hann tók við verðlaununum. Á það er bent að í tíð Gunnlaugs Sævars sem stjórnarformanns hafi Tryggingamiðstöðin sýnt góðan fjárhagslegan árangur, velta hafi aukist um 50 prósent og hagnaður þrefaldast. Gunnlaugur og samstarfsfólk hans í stjórn TM hafa aukið við starfsemina erlendis og með yfirtökunni á Norway Energy and Marine Insurance (NEMI) hefur TM aukið tekjur sínar um nær 100 prósent. TM hefur einnig keypt 5 prósenta hlut í Invik & co AB sem er sænskt trygginga- og fjármálafyrirtæki. Í ræðu sinni fyrir verðlaunaafhendinguna lagði Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áherslu á mikilvægi góðs orðspors og kvað okkur Íslendinga ekki síst hafa fundið fyrir mikilvægi þess í erfiðri umræðu um bankana og íslenska hagkerfið fyrr á árinu. "Gott orðspor fyrir góða dómgreind og heiðarleika er þáttur sem flýtt getur fyrir í viðskiptum," segir hann og bætir við: "Gott orðspor borgar sig, bæði beint og óbeint." Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar, var valinn stjórnarformaður Íslands á fimmtudag. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi tilnefning fer fram en hún er að frumkvæði fyrirtækisins BoardNews sem hér hélt ráðstefnu um orðspor í viðskiptum. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, afhenti verðlaunin. Tilgangurinn með verðlaununum er sagður vera að skapa umræðu og vekja athygli á mikilvægi og gæðum stjórnarstarfa, um leið og stuðlað sé að bættu viðskiptasiðferði. Leit að Stjórnarformanni Íslands hófst árið 2005 og var hann að lokum valinn í samráði við fulltrúa háskóla og atvinnnulífsins. Gunnar Eckbo, ritstjóri Board News í Noregi, er sagður aðalhvatamaður að veitingu verðlaunanna hér, en hann hefur haft veg og vanda af vali á stjórnarformanni ársins í Noregi. Stjórnarformaður ársins var valinn samkvæmt könnun sem var gerð meðal framkvæmdastjóra og stjórnarmanna á Íslandi. Hlaut Gunnlaugur Sævar flest stig í könnuninni en hann hefur gegnt stjórnarformennsku hjá Tryggingamiðstöðinni (TM) í fjögur ár. Á þeim tíma hefur hagnaður félagsins aukist jafnt og þétt og starfsemi erlendis hefur verið aukin. "Ég er mjög þakklátur fyrir þessi verðlaun, þótt ég verði líka að viðurkenna að þegar haft var samband við mig út af þessu kom það mér gjörsamlega í opna skjöldu," sagði Gunnlaugur þegar hann tók við verðlaununum. Á það er bent að í tíð Gunnlaugs Sævars sem stjórnarformanns hafi Tryggingamiðstöðin sýnt góðan fjárhagslegan árangur, velta hafi aukist um 50 prósent og hagnaður þrefaldast. Gunnlaugur og samstarfsfólk hans í stjórn TM hafa aukið við starfsemina erlendis og með yfirtökunni á Norway Energy and Marine Insurance (NEMI) hefur TM aukið tekjur sínar um nær 100 prósent. TM hefur einnig keypt 5 prósenta hlut í Invik & co AB sem er sænskt trygginga- og fjármálafyrirtæki. Í ræðu sinni fyrir verðlaunaafhendinguna lagði Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áherslu á mikilvægi góðs orðspors og kvað okkur Íslendinga ekki síst hafa fundið fyrir mikilvægi þess í erfiðri umræðu um bankana og íslenska hagkerfið fyrr á árinu. "Gott orðspor fyrir góða dómgreind og heiðarleika er þáttur sem flýtt getur fyrir í viðskiptum," segir hann og bætir við: "Gott orðspor borgar sig, bæði beint og óbeint."
Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira