Erlent

Kvartað yfir illri meðferð

Danska ríkisstjórnin hefur sent stjórninni í Jemen bréf, þar sem kvartað er yfir illri meðferð á tveimur dönskum mönnum sem eru þar í haldi grunaðir um að hafa staðið í vopnasmygli.

Mennirnir, hinn 23 ára Kenneth Sørenssen, danskur múslimi, og ónefndur sómalskur félagi hans voru handteknir síðla í október í herferð jemenskra stjórnvalda gegn hópi manna sem taldir voru tengjast al-Kaída hryðjuverkanetinu, að sögn Uffes Wolffhechel. talsmanns utanríkisráðuneytis Danmerkur. Búið er að leysa Sørenssen úr haldi en Sómalinn situr enn í jemensku fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×