Erlent

Matvæli úr klónuðum örugg til neyslu

Matvæli unnin úr klónuðum dýrum eru ekki hættuleg heilsu manna og þurfa framleiðendur ekki að taka fram á umbúðum að um slík dýr sé að ræða. Þetta kom fram í yfirlýsingu bandaríska matvælaeftirlitsins á fimmtudag.

Eftir meira en fimm ára rannsóknir, komust starfsmenn eftirlitsins að því að klónuðu dýrin væru „svo að segja óaðgreinanleg" frá venjulegum húsdýrum. Nær niðurstaðan til kjöts og mjólkurafurða klónaðra nautgripa, svína og geita, sem og afkvæma þeirra.

Gagnrýnendur telja fimm ára rannsóknir vera langt frá því að vera fullnægjandi fyrir slíkar yfirlýsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×