Lífið

Sæll að vera skrýtinn

Johnny Depp leikarinn, sem hefur farið með hlutverk þó nokkurra sérvitringa í gegnum tíðina, segir fólk eiga að taka sérkennum sínum fagnandi.
Johnny Depp leikarinn, sem hefur farið með hlutverk þó nokkurra sérvitringa í gegnum tíðina, segir fólk eiga að taka sérkennum sínum fagnandi. MYND/Reuters

Leikarinn Johnny Depp er hæstánægður með að vera álitinn skrýtinn. Leikarinn hefur tekið að sér hlutverk nokkurra sérvitringa á undanförnum árum, og meðal annars farið á kostum sem Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean og Willy Wonka í Kalla og sælgætisgerðinni.

Hann segir fólk eiga að taka sérkennum sínum fagnandi í stað þess að skammast sín fyrir þau. Depp segir jafnframt alla vera sérvitra, og að fólk geri sjálfu sér engan greiða með því að leyfa sér ekki að vera eins og það er í raun af ótta við viðbrögð annarra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.