Erlent

Vitnaleiðslum að ljúka í máli Saddams

MYND/AP

Aðaldómarinn í máli Saddams Husseins sagði í morgun að í dag væri síðasta tækifæri fyrir verjendur Saddams að leiða vitni fyrir réttinn. Gefur það til kynna að nú fari að draga til tíðinda eftir átta mánaða réttarhöld. Þá eru einungis eftir lokarök verjenda og sækjenda, áður en dómararnir fimm bera saman bækur sínar og kveða upp dóm.

Einn aðalverjandi var Saddams var fjarverandi í dag eftir að honum var hent út úr dómssal í gær fyrir að rífast við aðaldómarann. Dómarinn ávítti einnig verjendur Saddams fyrir að pólitískar ræður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×