Erlent

Ismail Haniyeh sem forsætisráðherraefni Palestínu

Hamas-samtökin hafa tilnefnt  Ismail Haniyeh sem forsætisráðherraefni sitt í Palestínu. Það gerðu þau á fundi sem samtökin áttu með Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, í gær. Haniyeh sagði við blaðamenn eftir fundinn að hann myndi reyna að mynda sameiginlega ríkisstjórn með Fatah hreyfingunni, sem situr nú við völd.

Fatah hefur hingað til neitað að fara í samstarf með Hamas. Hann gagnrýndi Ísraelsstjórn fyrir að frysta skattgreiðslur til Palestínu og sagðist myndi berjast gegn ákvörðun þeirra, með lagalegum úrræðum. Hamas fékk sjötíu og fjögur sæti á þinginu af eitt hundrað þrjátíu og tveimur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×