Lífið

Karnival á Klapparstíg

Jón Atli einn af skipuleggjendum karnivalsins ásamt Margeiri og hvetur hann fólk til að mæta og dansa af sér vetrarslenið enda sumarið ekki búið að hans mati.
Jón Atli einn af skipuleggjendum karnivalsins ásamt Margeiri og hvetur hann fólk til að mæta og dansa af sér vetrarslenið enda sumarið ekki búið að hans mati.

"Þetta er gert fyrir fólkið sem vill kreista síðustu dropana úr sumrinu með skemmtilegum hætti," segir Jón Atli Helgason, tónlistar- og hárgreiðslumaður og einn af skipuleggjendum hátíðarhalda á Klapparstíg sem bera nafnið Karnival á Klapparstíg og fara fram í kvöld.

Fast og fljótandi verður í boði Gordons Gin og verða Klapparstígurinn og Barinn skreyttir í suðrænum stíl. "Þetta verður svona suðræn karnivalstemning þar sem fólk getur dillað af sér myrkrið og rigningarsúldina. Við verður með óvænta leiki og svo verður Gordons kötturinn sleginn úr tunnunni en kötturinn er í formi Gordons Gin flösku." Herlegheitin byrja klukkan 21 í kvöld. Grillað verður og lukkuhjól á staðnum þar sem gestir geta freistað gæfunnar.

"Ég hvet bara sem flesta til að mæta og ef veðurguðirnir verða ekki í góða skapinu þá verður þetta hálfpartinn utandyra og líka innandyra á Barnum," segir Jón Atli en hann mun ásamt Margeiri og útlenska plötusnúðinum Tim Sweeney þeyta skífum fram á rauða nótt á efri hæð Barsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.