Lífið

Gjafmildir leikarar

Pitt og Jolie Gáfu nýverið tvær milljónir dala til góðgerðarmála en Jolie er einmitt sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum flóttamanna.
Pitt og Jolie Gáfu nýverið tvær milljónir dala til góðgerðarmála en Jolie er einmitt sendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum flóttamanna.

Brad Pitt og Angelina Jolie eru augljóslega ekki á flæðiskeri stödd því parið gaf nýverið tvær milljónir Bandaríkjadala, sem samsvara tæplega 150 milljónum íslenskra króna, til Global Action for Children og samtakanna Lækna án landamæra en þetta kemur fram í tilkynningu frá talsmanni skötuhjúanna. Í yfirlýsingu sem Trevor Neilson, ráðgjafi Pitt-Jolie sjóðsins, las upp fyrir fjölmiðla kemur fram að Jolie hafi lengi fylgst með læknum og hjúkrunarfólki vinna starf við ótrúlegar aðstæður. „Og ég dáist að framtaki þeirra,“ segir í yfirlýsingunni.

Jennifer Delaney, framkvæmdastjóri Global Action for Children, lýsti yfir þakklæti sínu og sagði að þau Pitt og Jolie væru ekki einungis umhyggjusöm heldur létu þau til sín taka í málefnum barna sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi og öðrum sjúkdómum. „Meirihluti þessara barna byggir afkomu sína á því að utanaðkomandi fjölskyldur taki þau að sér og við þurfum fólk sem vill vinna að því að útrýma HIV og fátækt,“ sagði Jennifer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.