Lífið

Ráðast á Japan

benedikt hermann hermannsson
Forsprakki Benna Hemm Hemm er tilbúinn með nýja plötu sem er væntanleg á næstu mánuðum.
benedikt hermann hermannsson Forsprakki Benna Hemm Hemm er tilbúinn með nýja plötu sem er væntanleg á næstu mánuðum. MYND/GVA

Hljómsveitirnar Apparat, Flís, Benni Hemm Hemm, og tónlistarmennirnir Kira Kira, Örvar Þóreyjarson Smárason úr múm og Paul Lydon eru á leið í tónleikaferð til Japans í nóvember. Einnig er fyrirhugað að halda tónleika í London.

Hugmyndin að ferðinni kom frá Benedikt Hermanni Hermannssyni, forsprakka Benna Hemm Hemm, eftir að síðustu plötu sveitarinnar var dreift í Japan. Hugmyndin vatt upp á sig og og á endanum ákváðu fleiri listamenn að slást í hópinn. Mun hópurinn dvelja í Japan frá 27. nóvember til 7. desember.

Auk þess að vera dreift í Japan fór síðasta plata Benna Hemm Hemm í dreifingu þann 15. ágúst síðastliðinn í Evrópu. Í næsta mánuði mun platan, sem hefur fengið mikið lof hér á landi, síðan koma út í Bandaríkjunum.

Ný plata frá hljómsveitinni er nú tilbúin og mun hún koma út á næstu mánuðum. Að sögn Benna er platan nokkuð dimmari en sú síðasta auk þess sem hún er öll sungin á íslensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.