Hljómsveitirnar Sprengjuhöllin og Reykjavík! ásamt rapparanum Dóra DNA munu troða upp á Stúdentakjallaranum í kvöld og má því búast við fjölbreyttum og skemmtilegum tónleikum.
Sprengjuhöllin er ný hljómsveit úr austurbæ Reykjavíkur sem getið hefur sér gott orð á tónleikum í sumar fyrir líflega sviðsframkomu og kröftug, melódísk lög. Ný plata Reykjavíkur!, "Glacial landscapes, religion, oppression and alcohol", hefur hlotið góðar viðtökur og hafa lögin "7.9.13", "Blame it on Gray" og "All Those Beautiful Boys" fengið mikla spilun á útvarpsstöðvum undanfarið.
Rapparinn Dóra DNA hefur verið meðal fremstu hip-hop tónlistarmanna landsins síðustu fimm ár, bæði sem liðsmaður hljómsveitarinnar Bæjarins bestu og einnig einn síns liðs.
Húsið opnar klukkan 21 í kvöld en tónleikarnir hefjast síðar. Þar sem húsrúm er takmarkað er fólki bent á að mæta tímanlega.