Lífið

100 prósent fiftí fiftí

motion boys Dúettinn Motion Boys vakti mikla athygli með laginu Waiting to Happen.
motion boys Dúettinn Motion Boys vakti mikla athygli með laginu Waiting to Happen.

Hljómsveitin Motion Boys vakti athygli á dögunum með fyrsta lagi sínu, Waiting to Happen, sem náði meðal annars toppsæti X-listans. Nýju lagi, Hold Me Closer to Your Heart, er síðan ætlað að fylgja vinsældunum eftir.

Sveitin var stofnuð í byrjun þessa árs og er skipuð þeim Birgi Ísleifi og Árna Rúnari. Birgir var áður í hljómsveitinni Byltan auk þess sem hann samdi tónlistina við þáttaröðina Sigtið á Skjá einum. Er hann einmitt að vinna að tónlistinni við nýja þáttaröð af Sigtinu ásamt Árna, sem á hinn bóginn er annar meðlima Hairdoctor og gekk nýverið til liðs við hljómsveitina gus gus.

Motion Boys hafa enn ekki haldið tónleika en stefna að því eftir að fyrsta plata þeirra kemur út. "Við gerum allt saman og erum með þessa pælingu um 100 prósent "fiftí fiftí". Það er okkar mottó. Það er "korní" en dálítið skemmtilegt," segir Birgir um samstarfið með Árna. Hann lýsir tónlist Motion Boys sem danshæfu og melódísku elektró poppi. "Við erum búnir að vera að hlusta á allan fjandann, t.d. gamla Simple Minds tónlist, Roxy Music og svo nýju Madonnu-plötuna," segir hann. Útgáfudagur fyrstu plötu Motion Boys hefur ekki enn verið ákveðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.