Lífið

Ósáttir við tilboð Rásar 2

Sigurjón og Jón Fóru á fund með forsvarsmönnum Rásar 2 en tilboðið sem þeir fengu var móðgandi að þeirra sögn.
Sigurjón og Jón Fóru á fund með forsvarsmönnum Rásar 2 en tilboðið sem þeir fengu var móðgandi að þeirra sögn.

Fréttir þess efnis að Tvíhöfði, með þá Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr fremsta í flokki, hygðist snúa aftur í útvarp fóru eins og eldur í sinu um vefinn í gær. Greint var frá því að útvarpsþátturinn yrði á dagskrá Rásar 2 þar sem hann fór fyrst í loftið fyrir rúmum áratug og yrði jafnvel tromp útvarpsstöðvarinnar um helgar.

Þegar Fréttablaðið náði tali af Sigurjóni var hann nýkominn af fundi með aðstandendum sjónvarpsþáttarins Stelpurnar þar sem farið var yfir það sem hafði verið skrifað í vikunni. Hann kom af fjöllum er hann var spurður, en viðurkenndi þó að þeir félagar hefðu farið á fund með aðstandendum útvarpsstöðvarinnar. "Þetta var bara móðgun sem þeir buðu okkur," lýsti Sigurjón yfir og sagði að mikið þyrfti að breytast til að útvarpsþátturinn færi í loftið á Rás 2. "Þetta er bara hið vandræðalegasta mál," bætti hann við.

Sigurjón sagði að Jón hefði komið að máli við sig og viljað endurlífga Tvíhöfða. Hann hefði látið tilleiðast og farið á fund með forsvarsmönnum Rásar 2. "Við tókum fyrsta skrefið en miðað við útkomuna þá voru tvö skref tekin aftur á bak," sagði Sigurjón. "Það er því í höndum forráðamanna stöðvarinnar að taka næsta skref."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.