Erlent

Eiturlyfjabarónar kynda undir ólgu

Eiturlyfjabarónar í suðurhluta Afganistans reyna nú að kynda til ófriðar í héraðinu til að spilla herferð stjórnvalda gegn eiturlyfjum. Þetta er álit sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan.

Það sem liggur að baki þessum orðum Ronalds Neumanns, sendiherra, er þriggja vikna ofbeldi sem er það versta síðan stjórn Talibana var steypt af stóli árið 2001. 500 manns hafa látið lífið síðustu vikur, flestir þeirra skæruliðar. Neumann segir með herferð stjórnvalda gegn ópíumsvalmúa, sem Bandaríkjamenn styrkja, sjái eiturlyfjabarónar sitt óvænna því stjórnvöld séu að gera valmúaplönturnar upptækar og hvetja fólk til að rækta ekki valmúann.

"Þetta eru aðgerðir fíkniefnasölumanna og hryðjuverkamanna til að hindra þetta. Núna reyna þeir að nota ofbeldi til að gæta auðæfa sinna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×