Erlent

Fangaverðir grunaðir um að aðstoða fanga til að flýja

Hópur fangavarða hefur verið handtekinn í Jemen vegna gruns um að þeir hafi aðstoðað á þriðja tug meðlimi Al-Qaida hryðjuverkasamtakanna við að flýja úr fangelsi þar í landi í síðustu viku. Fangarnir sluppu úr prísundinni með því að grafa tæplega tvö hundruð metra löng göng og er talið að fangaverðirnir hafi meðal annars útvegað föngunum tæki og tól til verkefnisins. Fangaverðirnir sæta nú yfirheyrslum vegna málsins en ekki hefur verið gefið hversu margir þeir eru sem grunaðir eru um verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×