Erlent

Ný atlaga í næturhúmi í Suður-Líbanon

MYND/AP

Ísraelar hafa ráðist til nýrrar atlögu í næturhúminu í Suður-Líbanon með það fyrir augum að reyna að frelsa tvo ísraelska hermenn sem skæruliðasamtökin Hezbollah halda föngnum.

Árásirnar beinast fyrst og fremst gegn brúm og öðrum mannvirkjum og segja Ísraelar þær gerðar til að koma í veg fyrir að skæruliðarnir geti flutt fanga sína á milli staða.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels sagði að brottnám ísraelsku hermannanna yrði túlkað stríðsyfirlýsing frá hendi líbönsku ríkisstjórnarinnar og varaði Líbanon við vægðarlausum viðbrögðum Ísraela til að frelsa hermennina.

Leiðtogi Hezbollah sagði hins vegar að ísraelsku hermennirnir myndu ekki fást lausir með ofbeldi, heldur yrði að koma til viðræðna við ríkisstjórn Ísraels, sem yrði einnig að láta lausa fanga frá Palestínu, Líbanon og öðrum Arabaríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×