Erlent

Haldlögðu rúmlega 300 kíló af heróíni

Starfmenn frönsku tollgæslunnar lögðu á dögunum hald á yfir þrjú hundruð kíló af heróíni en talið er að götuverðmæti efnisins nemi um níu hundruð milljónum króna. Um er að ræða stærstu sendingu sem lögreglan hefur lagt hald á frá árinu 1972 samkvæmt yfirvöldum þar í landi. Magnið nemur um þremur fjórðu þess magns af heróíni sem tollgæslan leggur hald á árlega. Þrjátíu og tveggja ára gamall Tyrki hefur verið handtekinn vegna málsins en hann heldur því þó fram að efninu hafi verið komið fyrir í vörubifreið sinni án hans vitundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×