Innlent

Svartolían verður hagstæðari

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Það kostar nú fjórum milljónum meira að fylla á tankinn á meðal frystitogara fyrir eina veiðiferð, en það kostaði um áramót. Útgerðarmenn eru því aftur farnir að líta svartolíu hýru auga, þar sem hún er ódýrari.

Þegar vélstjóri á frystitogara biður olíiufélagið að fylla á, þýðir það um 500 tonn af flotaolíu, eða um 430 þúsund lítra, og reikningurinn er upp á tuttugu og eina milljón króna. Það er fjórum milljónum króna meira en samskonar áfylling kostaði um áramót, þar sem flotaolía, eða gasolía til fiskiskipa, hefur hækkað um 22 prósent frá áramótum, þar af lang mest á síðustu vikum.

Lækkun er ekki í sjónmáli þannig að nú eru útvegsmenn farnir að kanna möguleika á að nota svartolíu í staðinn, en fáir nota hanan núna, þótt hún sé talsvert ódýrari, meðal annars vegna aukabúnaðar sem þarf á vélar, sem brenna henni. Hann kostar 20 til 30 milljónir á meðal vél, en nú er sú staða komin upp, að hann getur borgaði sig upp á örfáum veiðiferðum og að því búnu gæti olíureikningurinn lækkað um að minnstakosti tíu prósent til frambúðar,- eða nokkuð, sem bíleigendur eiga ekki kost á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×