Lífið

Kate Hudson lokar sig af

Leikkonan hefur gengið í gegnum margt  að undanförnu og hefur dregið sig út úr herferðinni í kringum nýjustu mynd sína „You, me and Dupree.
Leikkonan hefur gengið í gegnum margt að undanförnu og hefur dregið sig út úr herferðinni í kringum nýjustu mynd sína „You, me and Dupree.

Leikonan Kate Hudson hefur dregið sig út úr kynningarherferð nýjustu kvikmyndar sinnar You, me and Dupree um heiminn þveran og endilangan um þessar mundir. Ástæðan mun vera vegna þess að mikið hefur gerst í hennar einkalífi upp á síðkastið og segist hún ekki geta haldið andliti lengur.

Hudson skildi við mann sinn Chris Robinson eftir sex ára hjónaband fyrir stuttu og aðeins nokkrum dögum seinna kom fram að Hudson ætti í ástarsambandi við meðleikara sinn í kvikmyndinni, Owen Wilson. Hudson er hrædd um að það eina sem hún þurfi að tala um við blaðamenn sé einkalífið og segist hún einfaldlega ekki hafa orku í það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.