Innlent

Íslensk skúta á Skipper's d'Islande

Áhöfnin á seglskútunni Besta hefur skráð sig í alþjóðlegu siglingakeppnina Skippers d'Islande. Áhöfnin vann Íslandsbikarinn síðast liðið sumar, vann Reykjavíkurmeistaramótið og varð Íslandsmeistari í siglingum.

Skippers d'Islande hefst 24. júní í Paimpolá Bretagne og fyrsti áfanginn er sigling þaðan yfir hafið til Reykjavíkur. annar hluti keppninnar er sigling frá Reykjavík til Grundarfjarðar og sá þriðji þaðan aftur til Paimpolá Bretagne. Áhöfnin tók síðast þátt í Skippers d'Islande árið 2000 og var fyrst í mark báðar leiðir en þá leigði áhöfnin bt. Nú er ætlunin að keppa á eigin seglskútu og alls hafa 22 skúrur skráð sig til keppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×