Lífið

Magni syngur Starman

Bowie er greinilega mikill áhrifavaldur Magna enda í annað sinn sem söngvarinn frá Borgarfirði eystri syngur lag eftir hann.
Bowie er greinilega mikill áhrifavaldur Magna enda í annað sinn sem söngvarinn frá Borgarfirði eystri syngur lag eftir hann.

Spennan magnast í Rock Star:Supernova því nú eru einungis átta keppendur eftir í þáttunum en í síðustu viku gerðist sá fáheyrði atburður að tveir þátttakendur voru sendir heim, þau Josh og Jill. Magni okkar Ásgeirsson hyggst flytja Starman eftir David Bowie en þetta er í annað sinn sem hann flytur lag eftir þennan áhrifamikla tónlistarmann því hann söng Heroes við misjafnar undirtektir Supernova-liða. Starman reynir ögn meira á raddböndin heldur en Heroes og verður forvitnilegt að sjá hvernig Magna tekst til í þetta sinn.

Keppendurnir flugu til Las Vegas í fylgd með Supernova-mönnum og skoðuðu þar tónleikastað þar sem áætlað er að Supernova spili um áramótin. Á heimasíðu þáttarins má sjá myndir úr ferðinni og er augljóst að keppendurnir hafa skvett ærlega úr klaufunum í spilaborginni víðfrægu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.