Lífið

Basinger fyrir dómara

Erfiður skilnaður Basinger þarf að mæta fyrir rétti vegna brota á umgengisrétti.
Erfiður skilnaður Basinger þarf að mæta fyrir rétti vegna brota á umgengisrétti.

Kim Basinger hefur verið skipað að mæta fyrir dómara vegna þess að hún braut vísvítandi á umgengisrétti fyrrverandi eiginmanns síns, Alec Baldwin. Málið snýst um að árið 2005 var Basinger fjarverandi frá heimili sínu en hafði ekki fyrir því að segja Baldwin frá því svo að hann gæti sinnt stelpunni þeirra, Ireland.

Lögfræðingur Basinger segir þetta vera storm í vatnsglasi en hjónin skildu árið 2000 og sóttu þá um sameiginlegt forræði. Það hefur gengið eins og í sögu þar til í fyrra þegar Baldwin sakaði Basinger um að reyna halda honum frá dóttur þeirra. Málið verður tekið fyrir fjórða október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.