Viðskipti innlent

Mjúk lending sögð líklegust

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Leif Beck Fallesen
Leif Beck Fallesen
Mjúk lending hagkerfisins er langlíklegust, segir Leif Beck Fallesen, ritstjóri og framkvæmdastjóri Danska viðskiptablaðsins Börsen. Fallesen flutti erindi á ársfundi Útflutningsráðs Íslands sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í gær.

Fallesen segir harkalega lendingu hins vegar ekki útilokaða en ólíklega vegna þess hve staðan í efnahagsmálum heimsins sé góð.

Hann segir nokkuð mikið gert úr fjárfestingum Íslendinga í Danmörku því þær nemi ekki nema um þremur prósentum af heildarfjárfestingum útlendinga í landinu en hrósar Íslendingum fyrir góðan árangur í fyrirtækjarekstri ytra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×