Erlent

12 létust í rútuslysi á Ítalíu

Ítalska lögreglan lokar af vettvang slyssins.
Ítalska lögreglan lokar af vettvang slyssins. MYND/AP

Að minnsta kosti 12 létu lífið og 6 slösuðust alvarlega þegar rúta hafnaði utan vegar í Róm á Ítalíu gærkvöldi. Rútan féll ofan í 10 metra djúpt gil.

Um það bil 30 manns voru um borð í rútunni, þar á meðal bílstjórinn sem er sagður alvarlega slasaður. Farþegarnir voru allir tyrkneskir ferðamenn úr 350 manna hópi bílasala þaðan sem voru á ferð í Róm í átta rútum.

Borgarstjórinn í Róm segir allt verða gert til að aðstoða tyrknesk yfirvöld í tengslum við slysið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×