Erlent

Ökutækjabann í Bagdad

MYND/AP

Umferð ökutækja er bönnuð í Bagdad í dag eftir öldu ofbeldis, bílsprengja og skotárása úr bílum á ferð, síðan al-Zarqawi, leiðtogi al Qaeda samtakanna í Írak, var drepinn í loftárásum Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöld.

Bannið gildir nú í fjóra tíma í Bagdad, frá ellefu til þrjú síðdegis að staðartíma, einmitt á þeim tíma sem föstudagsbænir fara fram í moskunum.

Sams konar bann verður næstu þrjá dagana í hinu róstursama Diyala héraði, þar sem Zarqawi var drepinn. Að minnsta kosti 35 hafa látið lífið í sprengju- og skotárásum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×