Erlent

SÞ og ESB taka höndum saman til að lægja öldurnar meðal múslima

Indónesískir múslimar brenna danska fánann í Vestur-Java.
Indónesískir múslimar brenna danska fánann í Vestur-Java. Mynd/AP

Jótlandspósturinn greinir frá því á vefsíðu sinni í morgun að Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið hafi tekið höndum saman með 57 íslömskum ríkjum til að reyna að lægja öldurnar á meðal múslima. Þá fordæma samtökin tvö og ríkin þau ofbeldisfullu mótmæli múslima sem átt hafa sér stað og hvetja þá til að sýna stillingu. Alls hafa myndirnar birst í sextán dagblöðum og tímaritum, samkvæmt frétt sem AP fréttastofan sendi frá sér í gær. Ísland er þar á meðal ásamt Danmörku og Grænlandi en athygli vekur að fréttastofan telur Noreg ekki með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×