Erlent

Kosningum frestað vegna skorts á kjörseðlum

Frestað hefur verið að loka kjörstöðum á Haítí vegna þess hve illa hefur verið staðið að þing- og forsetakosningunum en víða hefur vantað kjörseðla. Fyrir bragðið hefur soðið uppúr meðal annars í nokkrum fátækrahverfum þar sem fólk fullyrðir að verið sé að reyna að koma í veg fyrir að það greiði atkvæði. Frést hefur af einu dauðsfalli í átökum kjósenda og varða og fjöldi fólks hefur slasast. Þúsundir vopnaðra friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna eiga að sjá um að kosningarnar gangi eins og til var ætlast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×