Hið hættulega, læknisfræðilega umhverfi sjúklinga 14. desember 2006 05:00 Mesti hluti endurhæfingartíma einstaklings sem hefur orðið fyrir slagi er á spítala. Þar er einkum beitt sjónum að líkamlegum einkennum; læknir fylgist með blóðþrýstingi og taugafræðilegum framförum eða þróun. Sama gera taugasálfræðingar og hjúkrunarkonur. Sjúkraliðar aðstoða sjúklinga við að annast daglegar, eðlilegar þarfir. Talmeinafræðingur aðstoðar með æfingum að vistmaður nái eðlilegu tali á ný. Sjúkraþjálfari æfir líkama vistmanns svo hann nái sem sem sterkustum og heilbrigðustum líkama. Iðjuþjálfar kenna og æfa daglega iðju vistmanns svo sem að klæða sig í föt, elda mat en einnig í almennri færni eins og að flétta körfur, mála myndir og þar fram eftir götunum. Allt er þetta gott og blessað en á það sameiginlegt að þjálfunin beinist að líkamlegum framförum sem vissulega eru mikilvægar. Andleg þjálfun er meira og minna útundan. Með öðrum orðum dvelur vistmaðurinn í umhverfi sjúkrahúss, vistast í læknisfræðilegu umhverfi en er sviptur daglegu, eðlilegu lífi. Þetta veldur oft því, að sjúklingurinn verður háður hinu örygga umhverfi sjúkrahússins og þorir vart að stíga út í lífið á nýjan leik, verður skömmustuleg mannafæla og einangrast oft á nýju heimili. Aðstandendur gera oft ekki ráð fyrir að sjúklingurinn geti lifað aftur eðlilegu lífi og hjálpa til við einangrunina. Þetta ástand gildir ekki aðeins um heilaskaðaða, heldur sjúklinga almennt sem orðið hafa fyrir alvarlegu áfalli, eins og t.d. hjartasjúklingar og taugalömun. Oftar en ekki eru menn hafðir í hjólastólum með tilheyrandi hindrunum og niðurlægingu. Sjúkingurinn á í erfiðleikum með að komast aftur út í lífið og nýta þá krafta sem hann býr oft yfir. Þessu má breyta. Sjúkrahúsin þurfa að breyta starfsemi sinni. Að lokinni endurþjálfun líkamans á að leggja áherslu á félagslega og andlega endurhæfingu sem gerir vistmanninn hæfan til að takast á við eigið líf utan stofnunarinnar. Aðstandendur og hjúkrunarfólk hverfur oft undan vistmanninum og þá þarf hann að vera svo í stakk búinn að geta tekist á við lífið sem unnt er. Á síðari stigum endurhæfingar þarf því að breyta læknisfræðilegu umhverfi í félagslegt umhverfi. Sjúklingar þurfa að læra að venjast því að halda út í lífið á nýjan leik með t.d. bíó- og leikhúsferðum eða styttri ferðalögum, jafnvel utanlandsferðum. Það þarf að koma upp skemmtikvöldum á stofnuninni þar sem aðstandendur taka þátt og vistmenn kynnast heilbrigðu fólki. Vistmenn þurfa að taka þátt í hátíðisdögum og blanda sér sem mest í venjulegt líf fólks. Í stað þess að hljóta styrki og bætur frá ríkinu og verða minntur mánaðarlega á, að hann sé baggi á samfélaginu, á ríkið að útvega þeim störf við hæfi, t. d. við kennslu, þar sem þeir geta upplýst um lífsreynslu sína, og þegið mannsæmandi laun. Þar með gæti ríkið sparað tryggingarútlát en fengið skatta (kannski minni en venjulega) af vinnu sjúklinga. Endurmenntun er einnig veigamikill þáttur í þessu sambandi. Og sjúklingar fyndu fyrir félagslegri getu sinni og sjálfstæði. Öll félagsleg endurhæfing myndi miða að hinu sjálfstæða lífi vistmanna að lokinni dvöl á sjúkrahúsi. Þannig yrðu vistmenn aftur eðlilegir samfélagsþegnar í stað þess að vera minntir daglega á að þeir séu sjúklingar sem eru þurfalingar á þjóðfélaginu. Á síðari stigum endurhæfingar þarf því að breyta læknisfræðilegum umhverfi í félagslegt umhverfi. Sjúklingar þurfa að læra að venjast því að halda út í lífið á nýjan leik. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Mesti hluti endurhæfingartíma einstaklings sem hefur orðið fyrir slagi er á spítala. Þar er einkum beitt sjónum að líkamlegum einkennum; læknir fylgist með blóðþrýstingi og taugafræðilegum framförum eða þróun. Sama gera taugasálfræðingar og hjúkrunarkonur. Sjúkraliðar aðstoða sjúklinga við að annast daglegar, eðlilegar þarfir. Talmeinafræðingur aðstoðar með æfingum að vistmaður nái eðlilegu tali á ný. Sjúkraþjálfari æfir líkama vistmanns svo hann nái sem sem sterkustum og heilbrigðustum líkama. Iðjuþjálfar kenna og æfa daglega iðju vistmanns svo sem að klæða sig í föt, elda mat en einnig í almennri færni eins og að flétta körfur, mála myndir og þar fram eftir götunum. Allt er þetta gott og blessað en á það sameiginlegt að þjálfunin beinist að líkamlegum framförum sem vissulega eru mikilvægar. Andleg þjálfun er meira og minna útundan. Með öðrum orðum dvelur vistmaðurinn í umhverfi sjúkrahúss, vistast í læknisfræðilegu umhverfi en er sviptur daglegu, eðlilegu lífi. Þetta veldur oft því, að sjúklingurinn verður háður hinu örygga umhverfi sjúkrahússins og þorir vart að stíga út í lífið á nýjan leik, verður skömmustuleg mannafæla og einangrast oft á nýju heimili. Aðstandendur gera oft ekki ráð fyrir að sjúklingurinn geti lifað aftur eðlilegu lífi og hjálpa til við einangrunina. Þetta ástand gildir ekki aðeins um heilaskaðaða, heldur sjúklinga almennt sem orðið hafa fyrir alvarlegu áfalli, eins og t.d. hjartasjúklingar og taugalömun. Oftar en ekki eru menn hafðir í hjólastólum með tilheyrandi hindrunum og niðurlægingu. Sjúkingurinn á í erfiðleikum með að komast aftur út í lífið og nýta þá krafta sem hann býr oft yfir. Þessu má breyta. Sjúkrahúsin þurfa að breyta starfsemi sinni. Að lokinni endurþjálfun líkamans á að leggja áherslu á félagslega og andlega endurhæfingu sem gerir vistmanninn hæfan til að takast á við eigið líf utan stofnunarinnar. Aðstandendur og hjúkrunarfólk hverfur oft undan vistmanninum og þá þarf hann að vera svo í stakk búinn að geta tekist á við lífið sem unnt er. Á síðari stigum endurhæfingar þarf því að breyta læknisfræðilegu umhverfi í félagslegt umhverfi. Sjúklingar þurfa að læra að venjast því að halda út í lífið á nýjan leik með t.d. bíó- og leikhúsferðum eða styttri ferðalögum, jafnvel utanlandsferðum. Það þarf að koma upp skemmtikvöldum á stofnuninni þar sem aðstandendur taka þátt og vistmenn kynnast heilbrigðu fólki. Vistmenn þurfa að taka þátt í hátíðisdögum og blanda sér sem mest í venjulegt líf fólks. Í stað þess að hljóta styrki og bætur frá ríkinu og verða minntur mánaðarlega á, að hann sé baggi á samfélaginu, á ríkið að útvega þeim störf við hæfi, t. d. við kennslu, þar sem þeir geta upplýst um lífsreynslu sína, og þegið mannsæmandi laun. Þar með gæti ríkið sparað tryggingarútlát en fengið skatta (kannski minni en venjulega) af vinnu sjúklinga. Endurmenntun er einnig veigamikill þáttur í þessu sambandi. Og sjúklingar fyndu fyrir félagslegri getu sinni og sjálfstæði. Öll félagsleg endurhæfing myndi miða að hinu sjálfstæða lífi vistmanna að lokinni dvöl á sjúkrahúsi. Þannig yrðu vistmenn aftur eðlilegir samfélagsþegnar í stað þess að vera minntir daglega á að þeir séu sjúklingar sem eru þurfalingar á þjóðfélaginu. Á síðari stigum endurhæfingar þarf því að breyta læknisfræðilegum umhverfi í félagslegt umhverfi. Sjúklingar þurfa að læra að venjast því að halda út í lífið á nýjan leik.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun