Nintendo með forskot á PS3 6. desember 2006 00:01 Einn af fyrstu bandarísku leikjatölvuunnendunum er hann eignaðist Wii-leikjatólvu frá Nintendo. MYND/AFP Japanski leikjatölvuframleiðandinn Nintendo seldi rúmlega 600.000 eintök af nýjustu tölvu fyrirtækisins, Nintendo Wii, rúmri viku eftir að tölvan kom á markað í Bandaríkjunum 19. nóvember síðastliðinn. Þetta er um þrefalt meira en Sony seldi vestanhafs af PlayStation 3 leikjatölvunni á sama tíma. Wii leikjatölvan frá Nintendo kostar um 250 dali eða rúmar 17.000 krónur í Bandaríkjunum, sem er um helmingi lægra verð en unnendur leikjatölva þurfa að reiða fram fyrir nýju tölvuna frá Sony. Mikil eftirspurn mun vera eftir leikjatölvum fyrirtækisins fyrir jólin og ætlar fyrirtækið að senda fjórar milljónir leikjatölva frá Japan og vestur um haf fyrir lok árs samanborið við eina milljón leikjatölva, sem Sony ætlar að selja í vesturheimi. Leikjavísir Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Japanski leikjatölvuframleiðandinn Nintendo seldi rúmlega 600.000 eintök af nýjustu tölvu fyrirtækisins, Nintendo Wii, rúmri viku eftir að tölvan kom á markað í Bandaríkjunum 19. nóvember síðastliðinn. Þetta er um þrefalt meira en Sony seldi vestanhafs af PlayStation 3 leikjatölvunni á sama tíma. Wii leikjatölvan frá Nintendo kostar um 250 dali eða rúmar 17.000 krónur í Bandaríkjunum, sem er um helmingi lægra verð en unnendur leikjatölva þurfa að reiða fram fyrir nýju tölvuna frá Sony. Mikil eftirspurn mun vera eftir leikjatölvum fyrirtækisins fyrir jólin og ætlar fyrirtækið að senda fjórar milljónir leikjatölva frá Japan og vestur um haf fyrir lok árs samanborið við eina milljón leikjatölva, sem Sony ætlar að selja í vesturheimi.
Leikjavísir Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira