Lífið

Brjálaður Bond í golfi

Sean Connery þykir liðtækur golfari enda frá heimalandi íþróttarinnar, Skotlandi.
Sean Connery þykir liðtækur golfari enda frá heimalandi íþróttarinnar, Skotlandi. MYND/ Getty Images
Sir Michael Caine segist hafa óttast um líf sitt þegar hann fór í golf með góðvini sínum og gamla Bond-leikaranum Sean Connery. Félagarnir léku saman í kvikmyndinni The Man who would be King árið 1975 og tókst þá góður vinskapur með þeim, en sir Caine viðurkennir að honum hafi verið stefnt í voða á golfvellinum. Leiðbeiningar Connerys í íþróttinni hafi nefnilega krafist mikils líkamlegs styrks og liðleika sem Caine segist ekki búa yfir. „Sean reyndi að kenna mér golf og ég hugsaði með sjálfum mér að nú dræpi hann mig,“ sagði Caine en frá þessu er greint á vefsíðunni contactmusic.com. „Ég sagði við hann að þetta gæti líkami minn ekki gert en áttaði mig á því að þetta gæti verið mitt síðasta enda Connery mikill skaphundur,“ útskýrði Caine. „Hann brýtur golfkylfur án þess að hika,“ bætti Caine við og sagði að þegar hann hefði spurt Connery hvers vegna í ósköpunum hann stundaði þessa íþrótt hefði ekki staðið á svarinu. „Til að slappa af.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.