Erlent

Indverski herinn skýtur meinta skæruliða

Indverski herinn skaut í gær átta menn til bana sem heryfirvöld segja hafa verið íslamska hryðjuverkamenn sem hafi laumast yfir landamærin til hins umdeilda Kasmírhéraðs.

Yfirvöld hersins segjast hafa séð mennina nærri viðmiðunarlínunni sem skilur á milli Pakistans og Kasmírhéraðs, sem hefur verið undir indverskri stjórn síðan 1989. Í myndbandsupptöku sem herinn hefur sent frá sér, sjást lík mannanna, auk skotvopna og sprengiefnis sem herinn segir að hafi fundist á mönnunum.

Tólf andspyrnusveitir hafa haldið uppi skærum í Kasmír síðan 1989, ýmist berjast þær fyrir sjálfstæði héraðsins, eða því að það verði sameinað Pakistan. Nú þegar sumrar í þessu fjallahéraði, eykst straumur vopnaðra sveita þangað. Indverjar hafa sakað Pakistana um að veita andspyrnumönnum vopn og aðstoða þá við þjálfun, en Pakistanar neita því statt og stöðuglega. Eitthvað á 67 þúsund manns hafa dáið í átökunum um héraðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×