Lífið

Nýtt líf fyrir gamlar bækur

Áttu margt ólesið enn? Margar einnota bækur öðlast framhaldslíf með hjálp heimasíðunnar Book Mooch.
Áttu margt ólesið enn? Margar einnota bækur öðlast framhaldslíf með hjálp heimasíðunnar Book Mooch. MYND/AP

Fæst okkar vilja bókum þrátt fyrir vissuna um að við munum ekki lesa margar þeirra nema einu sinni. Fyrir þá sem vilja losna við lesnar bækur og fá í staðinn önnur og fýsilegri rit má benda á heimasíðuna www.bookmooch.com sem er nokkurskonar alþjóðlegur rafrænn skiptimarkaður fyrir bækur.

Kerfið virkar þannig að lesendur fá gefins bók í hvert sinn sem þeir gefa eintak, hægt er að skrá inn bæði lista yfir gjafabækur og óskalista yfir þær sem eru á leslistanum og kerfið sér til þess að óþreyjufullir lesendur með takmarkað hillupláss eru tengdir saman á fljótvirkan hátt.

Markmið síðurnnar er að halda bókum í umferð því líkt og getið er á síðunni er ekkert verra fyrir bókmenntirnar en að en bækur stöðvist í hillunum og séu ekki lesnar. Það kostar ekkert að nýta sér þjónustu heimasíðunnar en hún er rekin á auglýsingatekjum frá vefversluninni Amazon sem hefur hlekk inn á skiptisíðunni fyrir þá sem ekki finna þar allt sem þeir leita að.

Þess má einnig geta að sérstakt stigakerfi er skipulagt fyrir notendur síðunnar þar sem þeir geta safnað fé til að niðurgreiða flutningskostnað bókanna eða safnað fyrir líknarfélög eða hjálparsamtök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.