Lífið

Erfitt að grennast

Gwyneth Paltrow Henni finnst æðislegt að vera ólétt en hatar aukakílóin sem fylgir óléttu.
Gwyneth Paltrow Henni finnst æðislegt að vera ólétt en hatar aukakílóin sem fylgir óléttu. MYND/AP

Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur miklar áhyggjur af því að losa sig við kílóin sem hún bætti á sig þegar hún gekk með Moses son sinn. Hún upplýsir þetta í viðtali við Harper"s Bazaar Það er æðislegt að vera ólétt en eftir barnburð þegar þú ert ennþá með maga og aukakíló ert ekki jafn gaman, segir Gwyneth en eiginmaður hennar er söngvarinn í Coldplay Chris Martin og eiga þau saman tvö börn sem bera nöfnin Apple og Moses.

Gwyneth er 33 ára gömul og segist sannfærð um að brjóstagjöf sé besta leiðin til að grennast eftir barnsburð. Gwyneth var jafnfram spurð hvort henni fyndist hún hafa endurheimt sinn fyrri þokka. Nei, þú ættir að sjá appelsínuhúðina á lærunum á mér, svaraði hún í gríni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.