Erlent

Ford fækkar störfum um 25-30.000

MYND/AP

Fram til ársins 2012 ætlar Ford Motor, næst stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna, að fækka störfum um 25-30.000 og hætta rekstri fjórtán verksmiðja. Er þetta liður í endurskipulagningu fyrirtækisins til að stemma stigu við milljarða dollara rekstrartapi í Norður-Ameríku. Mun þetta hafa gríðarleg áhrif á heilu bæjarfélögin en forsvarsmenn fyrirtækisins segja þó að uppsagnir verði í samráði við verkalýðsfélag og bæjarstjórnir þar sem verksmiðjurnar eru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×