Erlent

Hægrimenn sigruðu í þingkosningum í Tékklandi

Hægrimenn sigruðu í þingkosningum í Tékklandi sem fram fóru í gær með rúmlega 35 prósent atkvæða. Jafnaðarmannaflokkurinn sem þótti sigurstranglegastur fyrir kosningarnar fékk rúmlega 32 prósent. Þrír aðrir flokkar fengu yfir fimm prósenta fylgi, sem var skilyrði fyrir því að flokkarnir fengju þingmenn.

Kommúnistaflokkurinn fékk 13 prósent atkvæða, Græningjar fengu 6,3 prósent og Kristilegi demókrataflokkurinn fékk 7,2 prósent. Nú taka stjórnarmyndunarviðræður við í Tékklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×