Samfylkingin alveg græn Sigríður Á. Andersen skrifar 17. september 2006 00:01 Þegar húsfyllir varð á tónleikum heimsfrægra tónlistarmanna í Laugardalshöll í janúar síðastliðnum skipti Samfylkingin skyndilega um skoðun á Norðlingaölduveitu. Á tónleikunum, sem voru sjálfsagt alveg órafmagnaðir, mun virkjuninni hafa verið hallmælt og daginn eftir fundaði þingflokkur Samfylkingarinnar og varð andvígur þessari virkjun sem hann hafði áður stutt. Þegar Draumalandið varð metsölubók hljóp Samfylkingin til og bauð höfundinum nefndarsæti hjá Reykjavíkurborg. Fréttir Ríkisútvarpsins hermdu einnig að það hefði verið til umræðu innan flokksins að bjóða honum gott sæti á framboðslista án þess að hann þyrfti að taka þátt í prófkjöri eins og aðrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var andvíg álverum sem frambjóðandi Kvennalistans árið 1991. Á kosninganótt þegar í ljós kom að ekki var hægt að mynda vinstri stjórn án þátttöku Kvennalistans skipti hún um skoðun til að auka líkurnar á því að komast í ríkisstjórn. Sem borgarstjóri greiddi Ingibjörg Sólrún því atkvæði sitt að borgin gengist í ábyrgðir fyrir Kárahnjúkavirkjun. Hún birtist einnig glaðleg og brosmild á forsíðu kosningablaðs Samfylkingar fyrir síðustu þingkosningar. Ástæðan fyrir brosinu var að forsætisráðherraefnið stóð ásamt fleiri frambjóðendum Samfylkingarinnar við skilti frá Alcoa þar sem fram kom að fyrirtækið ætlaði að byggja álver fyrir austan. Enda studdi Samfylkingin málið; virkjunina og álið. Það er því ekki að undra að menn taki nýrri stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum með fyrirvara. Flokkurinn virðist reikull í ráði og ekki þarf mikið til að hann hlaupi frá stefnu sinni og snúist jafnvel í marga hringi. Tónleikar og metsölubækur skekja flokkinn. Ný umhverfisstefna er heldur ekki trúverðug þegar hún er sett saman sem nauðvörn gagnvart sókn Vinstri grænna í fylgi Samfylkingarinnar. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þegar húsfyllir varð á tónleikum heimsfrægra tónlistarmanna í Laugardalshöll í janúar síðastliðnum skipti Samfylkingin skyndilega um skoðun á Norðlingaölduveitu. Á tónleikunum, sem voru sjálfsagt alveg órafmagnaðir, mun virkjuninni hafa verið hallmælt og daginn eftir fundaði þingflokkur Samfylkingarinnar og varð andvígur þessari virkjun sem hann hafði áður stutt. Þegar Draumalandið varð metsölubók hljóp Samfylkingin til og bauð höfundinum nefndarsæti hjá Reykjavíkurborg. Fréttir Ríkisútvarpsins hermdu einnig að það hefði verið til umræðu innan flokksins að bjóða honum gott sæti á framboðslista án þess að hann þyrfti að taka þátt í prófkjöri eins og aðrir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var andvíg álverum sem frambjóðandi Kvennalistans árið 1991. Á kosninganótt þegar í ljós kom að ekki var hægt að mynda vinstri stjórn án þátttöku Kvennalistans skipti hún um skoðun til að auka líkurnar á því að komast í ríkisstjórn. Sem borgarstjóri greiddi Ingibjörg Sólrún því atkvæði sitt að borgin gengist í ábyrgðir fyrir Kárahnjúkavirkjun. Hún birtist einnig glaðleg og brosmild á forsíðu kosningablaðs Samfylkingar fyrir síðustu þingkosningar. Ástæðan fyrir brosinu var að forsætisráðherraefnið stóð ásamt fleiri frambjóðendum Samfylkingarinnar við skilti frá Alcoa þar sem fram kom að fyrirtækið ætlaði að byggja álver fyrir austan. Enda studdi Samfylkingin málið; virkjunina og álið. Það er því ekki að undra að menn taki nýrri stefnu Samfylkingarinnar í umhverfismálum með fyrirvara. Flokkurinn virðist reikull í ráði og ekki þarf mikið til að hann hlaupi frá stefnu sinni og snúist jafnvel í marga hringi. Tónleikar og metsölubækur skekja flokkinn. Ný umhverfisstefna er heldur ekki trúverðug þegar hún er sett saman sem nauðvörn gagnvart sókn Vinstri grænna í fylgi Samfylkingarinnar. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar