Lífið

Íslendingar á Nordisk Panorama

Ólafur Jóhannesson og Ragnar Santos Keppa til verðlauna á Nordisk Pano­rama með heimildarmyndinni Act Normal og kynna einnig mynd sína Queen Raquela á fjáröflunarmessu sem haldin verður í tengslum við hátíðina.
Ólafur Jóhannesson og Ragnar Santos Keppa til verðlauna á Nordisk Pano­rama með heimildarmyndinni Act Normal og kynna einnig mynd sína Queen Raquela á fjáröflunarmessu sem haldin verður í tengslum við hátíðina.

Stutt- og heimildarmyndahátíðin Nordisk Panorama verður að þessu sinni haldin í Árósum í Danmörku dagana 22.-27. september en á hátíðinni koma saman kvikmyndagerðarmenn frá Norðurlöndunum og sýna þar það nýjasta í stutt- og heimildar­myndagerð.

Þrjár íslenskar myndir hafa verið valdar til keppni í þetta sinn; heimildarmyndin Act Normal í leikstjórn Ólafs Jóhannessonar, stuttmyndin Stuttmynd án titils í leikstjórn Lars Emils Árnasonar og tónlistarmyndbandið What­ever með hljómsveitinni Leaves í leikstjórn Gísla Darra Halldórssonar. Þá verður tónlistarmyndbandið My Home Isn"t Me í leikstjórn Elvars Gunnarssonar með Þóri sýnt á aukadagskrá hátíðarinnar.

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn munu einnig kynna verk sín á fjármögnunarmessu sem verður haldin í tengslum við hátíðina en þar munu meðal annars Ólafur Jóhannesson og Ragnar Santos kynna myndina Queen Raquela og Friðrik Guðmundsson, Steinþór Birgisson og Þorfinnur Guðnason kynna verkefnið My Friend Bobby sem fjallar um Sæmund Pálsson, einn helsta vin skáksnillingsins Bobby Fischer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.