Lífið

Skilinn við Eddu

Kristján Bjarki Gefur ekki upp hvers vegna hann hættir.
Kristján Bjarki Gefur ekki upp hvers vegna hann hættir. MYND/Stefán

Já, það er rétt, ég hætti hér í næsta mánuði, segir Kristján Bjarki Jónasson, þróunarstjóri Eddu, sem er á förum frá forlaginu. Hann er hins vegar ófáanlegur til að gefa nokkuð upp um ástæður brotthvarfs síns. Það eru alltaf ástæður fyrir öllu en ekkert sem ég vil ræða opinberlega við fjölmiðla. Kristján, sem er bókmenntafræðingur að mennt, kveður forlagið eftir margra ára starf, þau síðustu sem þróunarstjóri fyrirtækisins.

Áður en hann hættir ætlar Kristján að klára þær bækur sem hann hefur undir höndum, ganga frá þeim til prentunar og horfa á eftir þeim í jólabókaflóðið. Ég geri ráð fyrir að vera að vera búinn að því seint í næsta mánuði og eftir það hætti ég.

Hann kveðst ætla að byrja á því að taka sér frí og sinna sínum málum. Spurður hvort hann ætli sjálfur að snúa sér að skriftum, segist Kristján ekki hafa hugsað svo langt. Ég ætla að byrja á því að sinna ýmsum málum. Svo kemur framhaldið bara í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.