Lífið

Ávanabindandi hrukkubani

Linda Evangelsta Hefur lýst því yfir opinberlega að hún notist við botox og segir hún efnið vera það besta á markaðnum í dag.
Linda Evangelsta Hefur lýst því yfir opinberlega að hún notist við botox og segir hún efnið vera það besta á markaðnum í dag.

Þær eru margar aðferðirnar sem finna má til að líta betur út en það sem hefur vakið mesta athygli og er mest notað af konum nú til dags er hrukkubaninn botox. Nú telja vísindamenn að efnið sé ávanabindandi. Botox virkar aðeins í ákveðinn tíma, eða fjóra til sex mánuði, og því nauðsynlegt fyrir konur sem vilja halda andliti sínu lausu við hrukkur að endurtaka botox-meðferðina.

Læknar hafa nú sýnt fram á það að fjörutíu prósent kvenna sem fara í slíka meðferð hneigjast til að fara í aðrar lýtaaðgerðir. Botox-aðgerðunum hefur fjölgað um fimmtíu prósent í Bretlandi frá árinu 2005.

Læknarnir báru saman botox- notendur og þá sem fara aðrar leiðir í fegrunaraðgerðum og komust að því að þeir sem notuðu botox væru mun uppteknari af öldrun en hinir. Læknar telja botox vera skyndilausn sem lætur fólk líða betur að utan sem innan og því fá menn þörf fyrir að gera alltaf meira og betur í þessum efnum.

Margar stjörnur velja botoxið til að halda andliti sínu sléttu og unglegu enda er mikil pressa á leikkonum og söngkonum í Hollywood um að líta sem best út. Meðal þeirra kvenna sem viðurkennt hafa að nota botox eru fyrirsæturnar Linda Evangelista og Cindy Crawford. Einnig hafa leikkonurnar í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdar eiginkonur eða Desparate Housewives verið orðaðar við notkun á hrukkubananum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.