Erlent

Misheppnað flugrán yfir Tékklandi

Rússi nokkur reyndi að ræna þessari flugvél í gær.
Rússi nokkur reyndi að ræna þessari flugvél í gær. MYND/AP

Rússneskur karlmaður tilkynnti starfsfólki flugvélar sem hann var farþegi í að hann væri með sprengju og neyddi flugstjórann til að lenda á Ruzyne-flugvellinum í Prag í gærmorgun.

Vélin var á leið frá Moskvu til Genfar þegar atvikið varð, en maðurinn heimtaði að vélinni yrði flogið til Afríku.

Starfsfólki vélarinnar tókst að róa manninn niður um borð í vélinni. Hann særðist lítillega í átökunum, en lögregla gaf ekki upp hver meiðsl hans voru.

Tékknesk stjórnvöld sögðu að þau teldu ekki að um hryðjuverkamann hefði verið að ræða. Ekki lá ljóst fyrir hvort maðurinn hefði verið drukkinn þegar hann reyndi flugránið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×