Lífið

Arctic Monkeys bestir á Mercury

Arctic Monkeys
Þrátt fyrir ungan aldur var þessi breska hljómsveit valinn sú besta á Mercuryverðlaunaafhendingunni fyrir stuttu.
Arctic Monkeys Þrátt fyrir ungan aldur var þessi breska hljómsveit valinn sú besta á Mercuryverðlaunaafhendingunni fyrir stuttu.

Breska hljómsveitin Arctic Monkeys var valinn besta hljómsveitin á Mercury Awards sem haldin var fyrir stuttu í Bretlandi. Það kom ekki mörgum á óvart að hljómsveitin skyldi hafa hampað verðlaununum en plata þeirra, Whatever People Say I Am, That's What I'm Not, seldist upp í Bretlandi um leið og hún kom út í febrúar á þessu ári.

Hljómsveitin er ung að aldri og varð mjög vinsæl áður en fyrsta plata þeirra kom út vegna mikils umtals í netheiminum. Meðlimir Arctic Monkeys voru ánægðir en hissa yfir verðlaununum og þökkuðu vel fyrir sig á afhendingakvöldinu. Hljómsveitin hlaut auk heiðursins rúma tvær og hálfa milljón króna í peningaverðlaun sem strákarnir munu eflaust geta nýtt sér vel í hinum harða heimi tónlistarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.